Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Koepka yfirgefur túrinn – Ben Evans kemst inn í hans stað

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefir ákveðið að spila ekki á Evrópumótaröðinni næsta keppnistímabil.

Það veldur því að hann strokast út af peningalista mótaraðarinnar.  Koepka var valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2014 m.a. vegna þess að hann sigraði á Turkish Airlines Open, en hann mun heldur ekki reyna að verja titilinn en TAO er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Þessi ákvörðun Koepka vakti a.m.k. mikla gleði hjá enska kylfingnum Ben Evans.

Hann var nefnilega nr. 111 á peningalistanum en færist upp um eitt sæti við það að Koepka yfirgefur túrinn.

Hinn 28 ára kylfingur frá Maidstone (Evans) skrifaði á Twitter: „Well @EuropeanTour it’s been a 24hr rollercoaster. Overwhelmed and so happy to be told I’ve moved to 110 on R2D Cant wait for 2016! #buzzing

Evans var við það að missa kortið sitt á Evrópumótaröðinni en heldur því nú vegna ákvörðunnar Koepka.

Ben Evans

Ben Evans