Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Kitayama leiðir e. 2. dag á Opna Máritíus

Það er japanski kylfingurinn Kurt Kitayama, sem leiðir í hálfleik á Opna Máritíus eða Afrasia Bank Mauritius Open at Anahita, sem fram fer í Beau Champ á Máritíus og er samstarfsverkefni við Evróputúrinn.

Kitayama er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65).

Í 2. sæti er indverski kylfingurinn S. Chikkarangappa 2 höggum á eftir og 3. sætinu deila Frakkarnir Victor Perez og Matthieu Pavon, báðir á samtals 11 undir pari, hvor.

Einn í 5. sæti er síðan írski kylfingurinn Gavin Moynihan, sem kynntur var í dag hér á Golf 1, sem einn af „nýju strákunum á Evróputúrnum 2019.“ Hann er á samtals 10 undir pari.

Sjá má stöðuna á Opna Máritíus með því að SMELLA HÉR: