Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2011 | 13:15

Evróputúrinn: Kingston hefir tekið forystuna á Opna portúgalska

Í dag hófst á Oceânico Victoria golfvellinum, í Villamoura í Portúgal (sem margir Íslendingar kannast við) Opna portúgalska. Mótið stendur yfir dagana 13.-16. október.

Það er Suður-Afríkubúinn James Kingston, sem er í forystu þegar þetta er ritað (kl. 13:00) og erfitt að sjá að nokkur muni ná honum í dag.  Kingston kom í hús á glæsilegum 64 höggum þ.e. -8 undir pari.  Aðeins höggi á eftir er Norður-Írinn Gareth Maybin.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Opna portúgalska  smellið HÉR: