Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 10:30

Evróputúrinn: Khan og Kaymer ofarlega snemma dags í Portúgal

Simon Khan spilaði fyrri 9 á 33 og tók forystu á Opna portúgalska og er kominn í forystu á mótinu nú fyrir hádegi á -11 undir pari (skrifað kl. 10:30).  Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Kahn eru Martin Kaymer, Rhys Davies og Grégory Havret.  Vonandi að Kaymer takist að rétta úr kútnum aðeins undir lok árs, eftir slakkt gengi í ár.

Sigurvegari BMW PGA Championship 2010 (Simon Khan) fékk glæsilega 3 fugla á 4 fyrstu holunum. Á 7. fékk hann síðan skolla en aftur fugl á næstu, þ.e. par-3, 8. brautina. Því miður fékk hann skolla aftur á 10. en síðan 2 fugla á 12. og 13. braut.

En forystumaðurinn frá í gær James Kingston, á að fara út eftir hádegi og fullt hús fugla eftir í pottinum á Oceânico Victoria golfvellinum.

Staðan á því væntanlega eftir að breytast eitthvað eftir því sem líður á daginn.

Hægt er að fylgjast með stöðunni á Opna portúgalska HÉR: