Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2011 | 20:02

Evróputúrinn: Kenneth Ferrie sigraði á Austrian Golf Open – Birgir Leifur varð í 52. sæti –

Birgi Leif okkar Hafþórssyni gekk ekki að óskum í dag á Austrian Golf Open, spilaði á næstversta skori sínu í keppninni og náði ekki að fylgja eftir frábæru gengi í gær.  Birgir spilaði á samtals +2 yfir pari í Diamond Golf & Country Club í Atzenbrügg í Austurríki, samtals 290 höggum (69 77 68 78). Fyrir sigurinn hlaut Birgir € 4200 (u.þ.b. 700.000 ísl. krónur).

Það var Bretinn Kenneth Ferrie sem vann mótið á -12 undi pari, samtals 276 höggum (72 70 67 67) eftir umspil við landa sinn Simon Wakefield, sem er nýliði á Evróputúrnum og vann Q-school s.l. desember. Kenneth tryggði sér sigurinn á 1. holu umspilsins, sem fram fór á 18. braut. Fyrir sigur sinn hlaut Ferrie €166.660 (u.þ.b. 27 milljónir ísl. króna).  Þetta er 3. sigur Ferrie á Evrópumótaröðinni, en hann gerðist atvinnumaður í golfi 1999.

Til þess að sjá úrslitin á Austrian Golf Open smellið HÉR: