Martin Kaymer
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 18:39

Evróputúrinn: Kaymer T-1 á Ítalíu – Y.E. Yang m/ás

Martin Kaymer hóf leikinn í dag með 4 fuglum í röð og lauk 3. hring sínum á Italían Open á 7 undir pari, 65 höggum.

Kaymer fékk 8 fugla og 1 skolla á glæsilegum hring sínum og er T-1 ásamt Svíanum Jens Fahrbring og Frakkanum Romain Wattel , en allir eru þeir á samtals 17 undir pari, 199 högg.

Ég hlakka til morgundagsins – þetta er áskorun; áskorun að sigra andstæðinga mína,“ sagði Kaymer sem er að keppa um að sigra í fyrsta móti sínu frá því í fyrra á Opna bandaríska.  „Ég er þarna uppi með tækifæri að sigra á sunnudaginn og það er allt sem mann langar til að gera í lok dags.“

Þremenningarnir eru 2 höggum á undan Fabrizio Zanotti frá Paraguay (68), Bjerregaard (70) og Austurríkismanninum Bernd Wiesberger (67).

Það bar helst til tíðinda á Opna ítalska að Y.E. Yang fór holu í höggi á 143-yarda 12. holunni, en þetta er 42. ásinn á Evróputúrnum á þessu keppnistímabili.   Yang lauk hringnum á 69 höggum og er T-41, 7 höggum á eftir.

Til að sjá stöðuna á Opna ítalska eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: