Martin Kaymer Evróputúrinn: Kaymer T-1 á Ítalíu – Y.E. Yang m/ás
Martin Kaymer hóf leikinn í dag með 4 fuglum í röð og lauk 3. hring sínum á Italían Open á 7 undir pari, 65 höggum.
Kaymer fékk 8 fugla og 1 skolla á glæsilegum hring sínum og er T-1 ásamt Svíanum Jens Fahrbring og Frakkanum Romain Wattel , en allir eru þeir á samtals 17 undir pari, 199 högg.
„Ég hlakka til morgundagsins – þetta er áskorun; áskorun að sigra andstæðinga mína,“ sagði Kaymer sem er að keppa um að sigra í fyrsta móti sínu frá því í fyrra á Opna bandaríska. „Ég er þarna uppi með tækifæri að sigra á sunnudaginn og það er allt sem mann langar til að gera í lok dags.“
Þremenningarnir eru 2 höggum á undan Fabrizio Zanotti frá Paraguay (68), Bjerregaard (70) og Austurríkismanninum Bernd Wiesberger (67).
Það bar helst til tíðinda á Opna ítalska að Y.E. Yang fór holu í höggi á 143-yarda 12. holunni, en þetta er 42. ásinn á Evróputúrnum á þessu keppnistímabili. Yang lauk hringnum á 69 höggum og er T-41, 7 höggum á eftir.
Til að sjá stöðuna á Opna ítalska eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
