Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 23:00

Evróputúrinn: Kaymer efstur í hálfleik Opna ítalska

Það er þýski kylfingurinn Martin Kaymer, sem tekið hefir forystuna í hálfleik á Opna ítalska.

Kaymer hefir spilað á samtals 11 undir pari, 131 höggi (66 63) og átti frábæran hring upp á 63 högg í dag, þar sem hann skilaði hreinu, þ.e. skollalausu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum – en þar af fékk hann 5 fugla í röð á 13.-17. braut.

Hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar eru á hæla Kaymer, þeir Danny Willett; Francesco Molinari; Graeme McDowell; Rafa Cabrera Bello og Thomas Pieters; allir á 10 undir pari.

Spilað er á keppnisvelli Gardagolf CC  í Brecia og má sjá eldri kynningu Golf 1 á vellinum með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: