Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2015 | 17:30

Evróputúrinn: Karlberg sigraði á Opna ítalska e. bráðabana við Kaymer

Svíinn Rikard Karlberg vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni í dag, þegar hann bar sigurorð af Martin Kaymer í bráðabana en báðir voru efstir og jafnir að loknum 72 holum.

Karlberg lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 67 68 67) og Kaymer (68 66 65 70).

Það þurfti því bráðabana til að ná fram úrslitum þannig að par-4 18. holan var spiluð 2 var.

Karlberg sigraði með fugli í 2. skipti sem holan var spiluð.

Til þess að sjá högg 4. hringsins þ.e. lokahrings Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: