Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 07:15

Evróputúrinn: Joost Luiten vann Iskandar Johor Open

Það var Hollendingurinn Joost Luiten sem sigraði á Iskandar Johor Open. Mótið hefir farið fram undanfarna 4 daga á Horizon Hill G &CC, í Johor í Malasíu. Mótið var stytt vegna veðurs í 54 holu mót. Sigurskor Joost var -15 undir pari, samtals 198 högg (63 70 65).

Í 2. sæti varð Svíinn Daníel Chopra, 1 höggi á eftir Luiten þ.e. samtals á -14 undir pari, 199 höggum (64 65 70). Þriðja sætinu deildu 3 góðir: Pádraig Harrington, Rhys Davies og James Morrisson allir á -13 undir pari hver, þ.e. samtals 200 höggum.

Til þess að sjá úrslit á Iskandar Johor Open smellið HÉR: