Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 14:00

Evróputúrinn: Jon Rahm sigraði á Opna spænska

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Open de España m.ö.o. Opna spænska.

Rahm lék á samtals 20 undir pari, 268 högg (67 68 66 67).

Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Rahm € 250.000,-

Hann átti 2 högg á Paul Dunne frá Írlandi og 3 högg á landa sinn Nacho Elvira, sem urðu í 2. og 3. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Opna spænska SMELLIÐ HÉR: