Evróputúrinn: Jon Rahm kylfingur júlímánaðar 2017
Spænski kylfingurinn Jon Rahm hefir verið valinn Hilton kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum.
M.a. var Rahm valinn vegna metárangurs síns þegar hann sigraði á Dubai Duty Free Irish Open þar sem gestgjafi var Rory Foundation.
Rahm hefur átt ótrúlega 18 mánuði þar sem hann hefir farið úr að vera í sæti nr. 551 á heimslistanum í 7. sætið!
Sigur Rahm í Portstewart Golf Club kom eftir ótrúlegan lokahring upp á 65 högg, sem kom honum í samtals 24 undir pari, sem er lægsta skor í langri sögu mótsins.
Jafnframt skrifaði Rahm sig á lista sigurvegara mótsins þ.á.m. landa sinna, sem áður höfðu unnið í mótinu þ.e. Seve Ballesteros, José María Olazábal og Sergio Garcia.
Sigurvegari um heiðursnafnbótina Hilton kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum vr valinn af virtum golffréttamönnum og áttu þeir erfitt val milli hans og landa Rahm, Rafa Cabrera Bello sem sigraði eftirminnilega á Aberdeen Asset Management Scottish Open, sem og Tommy Fleetwood, sem var að vinna 2. sigur sinn á Evróputúrnum á HNA Open de France.
Rahm hlýtur Hilton Honors Diamond Elite Status – sem er hægsta staða sem hægt er að veita Hilton hótela gestum.
„Ég er virkilega ánægður að hafa verið valinn Hilton kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum,“ sagði Rahm. „Að sigra á Dubai Duty Free Irish Open var virkilega sérstakt augnablik á ferli mínum. Að sigra á Evróputúrnum hafði mikla þýðingu fyrir mig og það vakti mikla athygli meðal fjölmiðlamanna á Spáni. Þetta sýnir hvaða þýðingu sigurinn hafði fyrir mig og land mitt. Mér er heiður af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu, sérstaklega þegar Rafa spilaði svona vel í Skotlandi í sama mánuði.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
