Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Jimenez setur met!

Miguel Ángel Jiménez er við það að setja met á morgun, 18. júlí 2019.

Þá verður hann aðeins annar af tveimur í sögu Evróputúrsins til þess að hafa spilað í 700 mótum, þegar hann tíar upp á Opna breska á morgun.

Mótið fer fram í 148. sinn og í þetta sinn á Royal Portrush golfklúbbnum, á N-Írlandi.

Jiménez gerðist atvinnumaður 1982 og var fullgildur meðlimur á Evróputúrnum þegar hann ávann sér kortið sitt í gegnum úrtökumót 1988.

Jafnframt er þetta 32. tímabil hans á Evróputúrnum.

Já, Jiménez setur hvert metið á fætur öðru!!!

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Jiménez með því að SMELLA HÉR: