Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 07:38

Evróputúrinn: Jiménez lék 18. á 13 höggum í Kína

Spænski golfsnillingurinn Miguel Angel Jiménez lék 18. holuna (eða réttara sagt 72. holuna) á BMW Masters, sem fram fór í Lake Malaren, í Kína,  á 9 yfir pari 13 höggum, en slíkt þykir fréttnæmt þegar svo miklir meistarar eiga í hlut.  Fór Jiménez m.a. 4 sinnum í vatn.

Þetta varð til þess að lokahringur Jiménez varð upp á 88 högg!!!  Ótrúlega hátt skor af atvinnumanni að vera, sem sýnir að golfið getur jafnvel leikið mestu afbragðskylfinga grátt!!!

Jiménez varð í síðasta sæti í mótinu en hlaut samt 1,6 milljónir íslenskra króna, en BMW Masters er eitt af 4 lokamótum í Race to Dubai og verðlaunafé hátt!