Evróputúrinn: Jeunghun Wang á 64 og í forystu e. 3. hring Nedbank Challenge
Jeunghun Wang var á 64 glæsihöggum og er kominn með 3 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn sem verður leikinn á Nedbank Golf Challenge mótinu í Gary Player GC í Sun City í Suður-Afríku.
Hinn 21 árs Suður-Kóreubúi var á 8 undir pari, á hring þar sem hann fékk örn og 6 fugla.
Uppáhald allra í Suður-Afríku, Louis Oosthuizen er sem stendur í 2. sæti eftir að hafa tapað tveimur höggum á síðustu tveimur holunum.
Hinn enski Andy Sullivan var á 68 höggum á 3. hring og er í 3. sæti á samtals 7 undir pari, meðan forystumaðurinn í hálfleik Nedbank Golf Challenge, Alex Noren var á 75 höggum og er nú 6 högg á eftir forystumanninum, Wang.
Race to Dubai sigurvegari síðasta árs, Henrik Stenson, verður að sigra þessa helgi og vonast eftir að Danny Willett verði utan við topp-10 til þess að vera valinn Kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni; en hann er 7 höggum á eftir Wang og lék í dag á 69 höggum.
Masters sigurvegarinn í ár, Danny Willett hefir átt erfitt, en lék samt skikkanlega í dag, kom í hús á 67 höggum og er nú á sléttu pari.
En það var 3. hringur Wang sem var hápunktur þessa dags, þar sem spilað var við erfiðar aðstæður þegar aðeins 17 af 70 voru með skor undir pari.
Wang sagði um árangur sinn: „Ég er svo ánægður að ég var á 64 og ég er enn ánægðari að vera ekki með neina skolla„
„Ég var á 8 undir pari á þessum velli í þessum vindi og ég get enn ekki trúað því.“
„Ég vil ekki hugsa um sigur. Ég ætla bara að einbeita mér að síðustu 18 holunum. Ég reyni bara að gera það sama og í dag.“
Staða nokkurra valinna kylfinga eftir 3. hring Nedbank Challenge: -11 Wang (Kor); -8 Oosthuizen (Rsa); -7 Sullivan (Eng), -5 Grace (Rsa), Noren (Swe); -4 Stenson (Swe), Van Zyl (Rsa); -3 Dubuisson (Fra), Canizares (Spa), Fisher (Eng). Wood (Eng); Par Willett (Eng); +2 Schwartzel (Rsa); +9 Kaymer (Ger)
Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge í heild SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. hrings á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
