Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 00:30

Evróputúrinn: Jamieson leiðir í hálfleik á KLM

Það er skoski kylfingurinn Scott Jamieson, sem leiðir í hálfleik á móti vikunnar á Evróputúrnum, KLM Open.

Mótið fer fram dagana 12.-15. september á The International, í Amsterdam, Hollandi.

Jamieson er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65).

Sergio Garcia er í 4 kylfinga hópi sem deilir 2. sætinu; en allir hafa kylfingarnir spilað á samtals 9 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna á KLM Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á KLM Open með því að SMELLA HÉR: