Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2012 | 17:22

Evróputúrinn: Jamie Donaldson efstur fyrir lokahringinn á Opna írska

Það er Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem er efstur á Opna írska eftir 3. dag. Donaldson er búinn að spila á samtals 12 undir pari, á 204 höggum (68 67 69). Skorkortið var skrautlegt hjá honum í dag; með 1 erni, 4 fuglum og 3 skollum.

Í 2. sæti er Englendingurinn Andy Wall, 1 höggi á eftir Donaldsson.

Þriðja sætinu deila síðan efsti Írinn í mótinu Pádraig Harrington, sem er til alls líklegur á morgun og Englendingurinn Mark Foster, en báðir eru 2 höggum á eftir Donaldson, búnir að spila á samtals 10 undir pari hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna írska SMELLIÐ HÉR: