Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Jacquelin leiðir í hálfleik á Alfred Dunhill

Það er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin, sem leiðir í hálfleik á Alfred Dunhill Links Championship.

Jacquelin er búinn að spila á samtals  9 undir pari, 135 höggum (65 70).

Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Írarnir Pádraig Harrington og Shane Lowry, Frakkinn Alexander Levy og Englendingurinn Oliver Wilson, allir á samtals 8 undir pari, hver.

Sjötta sætinu deilir annar hópur 4 kylfinga, þ.á.m. Ryder Cup leikmaðurinn Stephen Gallacher en allir eru þeir búnir að leika á samtals 7 undir pari, hver.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Alfred Dunhill Links Championship, SMELLIÐ HÉR: