Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2016 | 23:45

Evróputúrinn: Jacquelin í forystu í Köln – Hápunktar 1. dags

Það er franski kylfingurinn Raphaël  Jacquelin, sem er í forystu eftir 1. dag BMW International Open í Pulheim í Köln.

Hann skilaði inn skollalausu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum, og lék því alls á 7 undir pari, 65 höggum.

Á hæla hans er Englendingurinn Oliver Fisher sem er 1 höggi á eftir á 66 höggum.

Þriðja sætinu deila 3:  danski sjarmörinn Thorbjørn Olesen ; Zander Lombard frá Suður-Afríku og Felipe Aguilar frá Chile, allir á 5 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW International Open með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: