Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Íslandsvinurinn Lahiri sigraði á Hero Indian Open

Úrslit á Hero Indian Open, sem er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins réðist í bráðabana.

Og það indverskum!!!

Það voru tveir indverskir kylfingar sem bitust um sigurinn á heimavelli þ.e. í Delhi golfklúbbnum í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands í morgun: Íslandsvinurinn Anirban Lahiri, sem hafði betur og SSP Chawrasia.

Báðir voru þeir efstir og jafnir eftir 72 spilaðar holur; báðir á 7 undir pari, 277 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana og þar fékk Lahiri fugl á par-5 18. holuna og vann þar með mótið!!!

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Anirban Lahiri með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: