Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Írar sigruðu í Golf Sixes

Það var lið Íra, skipað þeim Paul Dunne og Gavin Moynihan, sem sigraði í Golf Sixes 2018, sem fram fór dagana 5.- 6. maí 2018 í Centurion golfklúbbnum, í St Albans, Englandi.

Úrslitaleikurinn að þessu sinni var milli liðs Írlands og liðs Frakka, skipað þeim Mike-Lorenzo Vera og Romain Wattel.

 

Leikurinn um 3. sætið var milli liðs Suður-Kóreu, skipað þeim  Soomin Lee og Jeunghun Wang og liðs Ástrala, skiðað þeim Sam Brazel og Wade Ormsby – Lið Suður-Kóreu vann lið Ástrala, 3-0.

Áður hafði lið Suður-Kóreu haft betur gegn liði Thaílands 2-1 og Ástralar unnu liðið Konur England 2-0 í fjórðungsúrslitunum.

Sjá má hápunkta lokadags Golf Sixes með því að SMELLA HÉR: