Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Im og Herbert efstir á Opna írska – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Daníel Im frá Bandaríkjunum og Benjamin Herbert frá Frakklandi sem eru í forystu eftir 1. dag Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation. Mótið fer fram á Portstewart GC á N-Írlandi.

Þeir hafa báðir spilað á 8 undir pari, 64 höggum.

Þriðja sætinu deila þeir Jon Rahm, frá Spáni og Englendingarnir Matthew Southgate og Oliver Fisher; allir á 7 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Opna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: