Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 08:28

Evróputúrinn: Ilonen enn í forystu e. 2. dag Opna írska – Rory úr leik!

Finninn Mikko Ilonen er enn í forystu á Opna írska sem fram fer á Fota Island á Írlandi.

Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (64 68).

Í 2. sæti eru Frakkinn Romain Wattel, heimamaðurinn Graeme McDowell og Englendingurinn Robert Rock, 2 höggum á eftir Ilonen á samtals 8 undir pari., hver.

Jafnir í 5. sæti eru síðan Englendingarnir Simon Khan og Matthew Nixon og Ítalinn Marco Crespi, allir á samtals  7 undir pari, hver.

Rory McIlroy er úr leik en það munaði aðeins 1 höggi að nr. 6 á heimslistanum kæmist í gegnum niðurskurð.  Honum hefir ekkert gengið sérlega vel á heimaslóðum.

Til þess að sjá stöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: