Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Ian Poulter fékk 4-faldan skolla og æsti sig síðan við upptökumann

Uppáhalds evrópski kylfingur Bandaríkjamanna, Ian Poulter, fékk 4-faldan skolla á par-4 15. holunni á Hong Kong Open.

Eftir það missti hann „cool“-ið og tók allt út á upptökumanni sem var á staðnum að vinna vinnuna sína.

Twitter logaði allt í „áhangendum“ sem voru að láta ljós sitt skína um atburðinn.

Annar (David Purdy): How about you take ownership of your terrible play and not blame a cameraman. Pathetic! (Lausleg þýðing: Hvað með að taka ábyrgð á slæmum leik sínum og kenna ekki upptökumanninum um. Aumkunarvert!)

Poulter svaraði eins og hann gerir svo oft og sagði m.a. um atvikið:

„A simple snowman makes everyone feel better ⛄️ Don’t run behind me when I’m ready to hit. I was ready he wasn’t. Simple mistake.“ (Lausleg þýðing: Einfaldur snjókarl fær alla til að líða betur. Ekki hlaupa aftur fyrir mig þegar ég er að fara að slá. Ég var tilbúinn – hann ekki. Þetta voru einföld mistök.“

Og svo:

Amazing when you don’t concentrate how easy it is to make mistakes. Another deadly mistake and pencil an 8 on the card. Need a low weekend. (Lausleg þýðing: Það er undravert þegar maður einbeitir sér ekki hversu auðvelt er að gera mistök. Önnur dauðamistök og ég skrifa 8 á skorkortið. Ég þarfnast slökunar um helgina.)

Um það var kommentið hjá einum: „Hvað með að fara í nokkra golftíma?“

Já ekki auðvelt að vera atvinnumaður í golfi stundum!!!