Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Hoey efstur á True Thailand Classic – Hápunktar 1. dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er True Thailand Classic presented by Black Mountain.

Mótið fer fram í Black Mountain GC í Hua Hin í Thaílandi og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar við Asíutúrinn.

Eftir 1. hringinn er Norður-Írinn Michael Hoey efstur, en hann setti vallarmet á 1. hringnum, lék á 8 undir pari, 64 höggum. Á hringnum fékk Hoey 8 fugla og dreifði þeim jafnt á báða leikhelminga vallarins.

Í 2. sæti er hinn 24 ára Chien-yao Hung frá Tapei.

Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag True Thailand Classic með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR:  (bætt við þegar myndskeiðið er til)