Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 09:00

Evróputúrinn: Herbert og Rankin leiða e. 1. dag Australia PGA Championship

Það eru heimamennirnir Lucas Herbert og Brett Rankin, sem leiða eftir 1. dag á Australia PGA Championhip.

Brett Rankin

Báðir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum.

Á hæla þeirra eru 5 landar þeirra, þ.á.m. Nick Cullen og Wade Ormsby, sem allir léku á 4 undir pari, 68 höggum.

Meðal þekktari kylfinga, sem þátt taka í mótinu, eru Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink, sem báðir léku 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum og eru T-15 þ.e. deila 15. sæti ásamt 14 öðrum kylfingum.

Sjá má stöðuna á Australia PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fer fram dagana 19.-22. desember 2019 í RACV Royal Pines Resort, Goldströndinni, Queensland, Ástralíu.

Í aðalmyndaglugga: Lucas Herbert