Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 05:00

Evróputúrinn: Hendry og Dredge í forystu snemma dags á Volvo China Open

Í nótt hófst Volvo China Open, samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíumótaraðarinnar.

Leikið er í Tomson China Pudong golfklúbbnum í Shanghaí, Kína.

Snemma dags eru það Bradley Dredge frá Wales og Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi, sem leiða, en þeir eru báðir búnir að spila á 4 undir pari, 68 höggum.

Margir eiga eftir að fara út og margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að staðan getur breyst. – Stöðufrétt verður á Golf1 síðar í dag.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: