Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Haydn Porteous sigraði á Joburg Open

Það var heimamaðurinn og Íslandsvinurinn Haydn Porteous, sem sigraði á Joburg Open nú rétt í þessu.

Porteous spilaði á samtals 18 undir pari, 269 höggum (66 66 68 69).

Þetta er fyrsti sigur Porteous á Evrópumótaröðinni.

Í 2. sæti varð landi Porteous, Zander Lombard á samtals 16 undir pari eða 2 höggum á eftir Porteous.

Til þess að sjá lokastöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: