Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Havret efstur e. 1. dag í Sviss

Frakkinn Grégory Havret átti glæsihring upp á 7 undir pari, 63 högg á 1. degi Omega European Masters, sem hófst í Crans-sur-Sierre í Sviss í gær.   Hann er efstur eftir 1. keppnisdag.  Gaman að sjá Havret aftur ofarlega á skortöflu en lítið hefir borið á Havret frá því að hann náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á Opna bandaríska 2010.

Í 2. sæti er Daninn Lasse Jensen á 6 undir pari, 64 höggum.

Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri kylfingar en 12, sem allir léku á 5 undir pari, 70 höggum, m.a. Englendingurinn Danny Willett, sem gekk svo vel á Opna breska í síðustu viku.

Sjá má hápunkta 1. dags á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: 

2. hringur er þegar hafinn þegar þetta er ritað og hafa m.a.s. nokkrir lokið leik.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: