Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 22:00

Evróputúrinn: Hatton, Hend & Jimenez í forystu í Sviss – Hápunktar 1. dags

Það er gamla brýnið Miguel Jimenez, sem leiðir eftir 1. dag Omega European Masters ásamt þeim Scott Hend frá Ástralíu og Englendingnum Tyrrell Hatton.

Mótið  hófst í dag að venju í Crans-sur-Sierre golfklúbbnum, í Crans Montana, í Sviss.

Hatton, Hend og Jimenéz komu allir í hús á 6 undir pari, 64 glæsihöggum.

Hópur 6 annarra kylfinga þar sem m.a. er í Thaílendingurinn Thongchai Jaidee deilir 4.sætinu höggi á eftir þremenningunum á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: