Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 18:30

Evróputúrinn: Hatton efstur f. lokahring Alfred Dunhill Links

Það er Tyrrell Hatton frá Englandi sem er í forystu á Alfred Dunhill Links mótinu eftir 3. keppnisdag.

Hatton átti glæsihring upp á 62 högg, sem fleytti honum upp í 1. sætið.

Samtals er Hatton búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (67 70 62).

Hatton á 3 högg á forystumann gærdagsins, landa sinn, Ross Fisher, sem búinn er að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 68 69).

Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta á Alfred Dunhill Links eftir 3.dag með því að SMELLA HÉR: