Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 12:30

Evróputúrinn: Harold Varner III sigraði á Australian PGA

Australian PGA Championship er 2. mótið í áströlsku þrennunni og nú er aðeins eitt mót eftir.

Það eru Evrópumótaröðin og Ástralasíutúrinn sem standa saman að mótinu.

Í ár var Bandaríkjamaður sem sigraði; en það er Harold Varner III.

Hann lék á samtals 19 undir pari, 204 höggum (65 72 67).

Í sigurlaun hlaut Varner III € 175,630 (sem er svo mikið sem 21,5 milljón íslenskra króna).

Þetta er í 1. skipti sem Varner sigrar á Evrópu og Ástralasíutúrnum, en sigurinn telur sem sigur á báðum mótaröðum.

Í 2. sæti varð Ástralinn Andrew Dodt sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið – var 17 undir pari og í 3. sæti varð kylfingurinn kynþokkafulli, Adam Scott á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Australian PGA Championship SMELLIÐ HÉR: