Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Hápunktar morgunsins á 3. degi Omega Dubaí Desert Classic – Myndskeið

Rory McIlroy er að eiga hreint magnaða byrjun á 3. hring Omega Dubaí Desert Classic mótsins.

Hann sýnir og sannar af hverju hann er nr. 1 á heimslistanum, en það er full verðskuldað þegar horft er á þvílíkt golfaugnakonfekt hann er að færa aðdáendum sínum.

Annað hvert högg hans virðist verða fugl og höggin á milli öll pör – Hann er búinn að spila 8 holur á 3. hring nú og er kominn með 4 fugla!

Ef fram heldur sem horfir er ekki vafi hver stendur uppi sem sigurvegari mótsins!

Rory heldur a.m.k. enn sem komið er forystu sinni – en á hæla hans eru ekki minni kappar en Lee Westwood og Graeme McDowell.

Til þess að sjá hápunkta morgunsins á 3. degi á Omega Dubaí Desert Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: