Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Hansen sigraði á AVIV Dubai Championship

Það var danski kylfingurinn Joachim B. Hansen, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum; AVIV Dubai Championship.

Mótið fór fram á Fire golfvellinum,  Jumeirah Golf Estates, í Dubaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 11.-14. nóvember.

Sigurskor Hansen var 23 undir pari, 265 högg (63 67 67 68).

Hansen er fæddur 18. ágúst 1990 og því 31 árs. Þetta er 2. sigurinn á Evróputúrnum og eins hefir Hansen sigrað tvívegis á Áskorendamótaröð Evrópu.

Saman í 2. sæti, 2 höggum á eftir urðu Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Ítalinn Francesco Laporta.

Sjá má lokastöðuna á AVIV Dubai Championship með því að SMELLA HÉR: