Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 22:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst úr leik á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í Nordea Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en náði ekki niðurskurði í dag eftir 2. keppnisdag.

Í frumraun sinni á Evrópumótaröðinni lék Guðmundur Ágúst á samtals 11 yfir pari 157 höggum (79 78).

Í efsta sæti eftir 2. dag er velski kylfingurinn Jamie Donaldson á samtals 8 undir pari.

Í 2. sæti er Ítalinn Renato Paratore á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: