Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2023 | 13:30

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst spilaði loka- hringinn á British Masters á glæsilegum 69!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hefir nú lokið leik á British Masters.

Hann lék lokahringinn á glæsilegum 69 höggum á Belfry og lauk því keppni á sléttu pari (76 69 74 69).

Þvílíkt flottur!!!

Guðmundur Ágúst deildi 39. sætinu með 9 öðrum, þ.e. varð T-39.

Ljóst er að Guðmundur Ágúst hefir spilað betur í þessu móti en margir þekktir kylfingar, sem eru neðar en hann í sætisröðinni t.a.m. Edoardo Molinari og Ross Fisher.

Það var hinn 24 ára nýliði, Daníel Hillier (f. 26. júlí 1998) frá Nýja-Sjálandi sem sigraði og var sigurskor hans 10 undir pari (72 71 69 66), en hann átti 2 högg á næstu menn, þá Gunner Wiebe frá Bandaríkjunum og heimamanninn Oliver Wilson.

Sjá má lokastöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: