Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst náði ekki niðurskurði í Róm

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG,  tók þátt í DS Automobiles Italian Open.

Mótið fór fram dagana 4.-7. maí 2023 í Marco Simone GC, í Rom, Ítalíu.

Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á 12 yfir pari (76 78) og var heilum 10 höggum frá því að ná niðurskurði en til þess að ná niðurskurði þurfti að spila fyrstu tvo hringi á 2 yfir pari eða betur.

Sigurvegari mótsins varð Pólverjinn Adrian Meronk en hann lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 68 66 69).

Sjá má lokastöðuna á DS Automobiles Italian Open með því að SMELLA HÉR: