Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst komst ekki gegnum niðurskurð á Máritíus
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á sínu fjórða móti á keppnistímabilinu á DP World Tour mótaröðinni (Evróputúrnum).
Mótið, AfrAsia Bank Mauritius Open, fer fram dagana 15.-18. desember í Mont Choisy Le Golf á eyjunni Máritíus í Indlandshafi.
Guðmundur Ágúst var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku sem var þriðja mót hans á tímabilinu.
Það sama var uppi á teningnum á öðru móti tímabilsins sem einnig fór fram í Suður-Afríku – þar sem að GKG-ingurinn var aðeins höggi frá niðurskurðinum
Mótið á Máritíus var einnig hluti af Sólskinstúrnum (ens.: The Sunshine Tour) í Suður-Afríku. Um helmingur keppenda kom frá Suður-Afríku. Á þessu tímabili verða sex mót á DP World Tour haldin í samvinnu við Sunshine Tour í Suður-Afríku.
Þetta var í fyrsta sinn sem DP World Tour mót fór fram á þessum keppnisvelli – sem er hannaður af Peter Matkovich og var opnaður árið 2017. Á vellinum eru fimm par 5 holur, átta par 4 holur og fimm par 3 holur.
Fyrst var keppt á DP World Tour á Máritíus árið 2015. George Coetzee frá Suður-Afríku sigraði árið 2015 eftir bráðabana gegn Dananum Thorbjørn Olesen. Árið 2016 sigraði Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu. Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli sigraði árið 2017 og Kurt Kitayama frá Bandaríkjunum sigraði árið 2018. Rasmus Højgaard frá Danmörku sigraði árið 2019 – sem var fyrsti sigur hans á ferlinum á DP World Tour.
Varafyrirliðar Ryderbikarliðs Evrópu voru á meðal keppenda á þessu móti. Daninn Thomas Bjørn og Nicolas Colsaerts frá Belgíu. Bjørn var fyrirliði Evrópuliðsins árið 2018 þegar liðið fagnaði sigri í Ryderbikarnum gegn bandaríska úrvalsliðinu.
Guðmundur Ágúst var með tveimur kylfingum frá Suður-Afríku á fyrstu tveimur keppnisdögunum: Ruan Conradie og Neil Schietekat.
Því miður komst Guðmundur Ágúst ekki gegnum niðurskurð á mótinu, en niðurskurður miðaðist við slétt par eða betra. Það var arfaslakur 1. hringur Guðmundar, upp á 78 högg, sem gerði næstum út um vonir hans að ná niðurskurði, en hann náði sér á strik á 2. hring, sem hann lék á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum. En það dugði skammt því samtals lék Guðmundur því á 4 yfir pari 148 höggum (78 70) og var 4 höggum frá því að ná niðurskurði á 4. móti sínu á Evróputúrnum, sem fullgildur meðlimur. Þetta kemur!!!
Sigurvegarinn á Máritíus varð Antoine Rozner frá Frakklandi, en hann lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (70 64 68 67). Rozner átti heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti: Spánverjann Alfredo Garcia Heredia.
Sjá má lokastöðuna á AfrAsia Bank Mauritius Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
