Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2017 | 14:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst hefur leik kl. 12:10 á morgun á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hefur leik á morgun á Nordea Masters sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Hann er meðal síðustu manna út; á rástíma kl. 14:10 að staðartíma (þ.e. kl. 12:10 hér heima á Íslandi).

Mótið er mjög sterkt; meðal keppenda eru evrópskir kylfingar á borð við nr. 5 á heimslistanum Henrik StensonThorbjørn Olesen og  Grégory Havret.

Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst alls hins besta!

Fylgjast má með gengi hans á skortöflu á morgun með því að SMELLA HÉR: