Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 18:07

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á +7 á Made in Denmark e. 1. dag

GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in Denmark presented by FREJA.

Hann lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í næstneðsta sæti.

Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 1 fugl og 8 skolla, sem er afar óvenjulegt fyrir hann.

Gaman að sjá Guðmund Ágúst keppa meðal þeirra bestu í Evrópu – þar sem hann á heima og vonandi að það gangi betur næst hjá honum – 2. hringurinn eftir á morgun, en mjög svo ósennilegt er, því miður, að hann komist gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: