Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 20:10

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á +2 á 3. hring British Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, spilaði í dag 3. hring á British Masters.

Hann lék 3. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er því samtals búinn að spila á 3 yfir pari (76 69 74).

Guðmundur Ágúst er T-67 þ.e. jafn 4 öðrum í 67. sæti.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun eru 6 kylfingar, sem allir hafa spilað á samtals 7 undir pari.

Þetta eru þeir:  Guido Migliozzi; Joost Luiten; Niklas Nörgaard og heimamennirnir Oliver Wilson, James Morrison og Andy Sullivan.

Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: