Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Guan Tianlang komst ekki gegnum niðurskurð China Open

Kínverski unglingurinn Guan Tianlang, 15 ára, sem í fyrra varð sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á Masters risamótinu, verður nú að snúa aftur í skólann og á æfingasvæðið, en hann komst ekki í gegnum niðurskurð á China Open í morgun.

Guan lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (71 76) en sem stendur er niðurskurður miðaður við parið.

Guan byrjaði ágætlega í dag (af 10. teig).  Hann fékk 2 fugla en náði sér síðan aldrei almennilega á strik eftir að hann fékk 3 skolla og skramba á fyrri 9 og bætti einum skolla við á seinni 9.

Guan er því úr leik að sinni, eftir glæsilega byrjun í gær þar sem hann lék á 1 undir pari.  Svekkjandi!