Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Grillo efstur e. 1. dag Hero Indian Open

Það er argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo, sem leiðir eftir 1. dag Hero Indian Open, sem hófst í dag og er samvinnuverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Grillo með því að SMELLA HÉR: 

Spilað er á DLF G&CC í Nýju-Delhi á Indlandi.

Grillo kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum; fékk 8 fugla og aðeins 1 skolla.

Í 2. sæti er Keith Horne frá S-Afríku en hann lék á 66 höggum og 3. sætinu deila þeir Pablo Larrazabal frá Spáni, Paul Peterson frá Bandaríkjunum, Ítalinn Matteo Manassero og Adrien Saddier frá Frakklandi, en þeir kláruðu 1. keppnishring á 5 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: