Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 08:00

Evróputúrinn: Gonzalo Fernandez-Castaño þarf í umspil við Juvic Pagunsan þegar Barclays er frestað vegna þrumuveðurs

Eftir 54 spilaðar holur var allt hnífjafnt milli Spánverjans Gonzalo Fernandez-Castaño og Juvic Pagunsan frá Filipseyjum á Barclays Singapore Open. Mótið var stytt í 54 holu mót vegna óveðurs. Báðir voru  þeir Gonzalo og Juvic á samtals -14 undir pari, þ.e. samtals 199 höggum, Gonzalo (66 61 72) og Juvic (66 66 67). Úrslit mótsins verða því að ráðast í bráðabana, en honum var enn frestað vegna veðurs. Báðir höfðu þó slegið upphafshögg sín og lenti bolti Gonzalo í sandglompu en Juvic klauf brautina svo að segja. Segja má að meiri sveiflur hafi verið í leik Fernandez-Castaño í mótinu en Filipseyingurinn (Pagunsan) hefir verið að spila jafnara golf.

Til þess að sjá úrslit á Barclays Singapore Open smellið HÉR: