Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2011 | 06:30

Evróputúrinn: Gonzalo Fdez-Castaño sigraði umspilið við Juvic Pagunsan á Barclays

Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño vann Juvic Pagunsan frá Filipseyjum, með fugli á 2. holu umspils, sem Filipseyingurinn knúði fram eftir að Fdez-Castaño glutraði niður 4 högga forystu í Barclays Singapore Open.

Margsinnis þurfti að fresta leik á mótinu, sem m.a. var stytt í 54-holu mót vegna slæms veður, þ.e. mikilla rigninga og tilkynninga um þrumur og eldingar.

Fyrir umspilið á voru báðir (þ.e. Gonzalo og Juvic)  á -14 undir pari, þ.e. voru báðir búnir að spila hringina 3 á samtals 199 höggum, þegar leik var frestað vegna rigninga og spár um eldingar. Storminn stytti stuttlega og gátu báðir slegið teighögg sín en síðan neyddi enn meiri rigning fram frestun á umspilinu þar til í dag.

Sem segir sigraði Gonzalo Fdez-Castaño umspilið með fugli á 2. holu.

„Þetta er mikill léttir, sérstaklega eftir hvernig ég spilaði í gær, með 4 högga forystu og eftir að hafa eyðilagt hana að öllu leyti,“ sagði Fdez- Castaño. „Þetta hefir verið erfitt ár hjá mér og þetta er mikill léttir. Þetta eru búin að vera sigurlaus 3 ár og þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig.“

Pagunsan missti tækifærið til sigurs á 1. holu þegar hann missti af stuttu fuglapútti.

„Ég hugsaði með sjálfum mér: „Þetta er tækifærið þitt til sigurs“ – „en missti af því,“ sagði Juvic Pagunsan. „En þetta var naumt.“

Fernandez-Castaño hlaut sigurtékka upp á  $990,520 fyrir þennan 5. sigur sinn á Evróputúrnum. Þetta $6 milljóna mót var samvinnuverkefni Evrópu- og Asíutúrsins.

Anthony Kim (64) og Louis Oosthuizen (65) deildu 3. sætinu, höggi á eftir Gonzalo og Juvic.

Edoardo Molinari, Danny Lee og Joost Luiten urðu í 5. sæti á – 12 undir pari. Graeme McDowell var á samtals -8 undir pari og deildi 13. sætinu með 5 öðrum. Phil Mickelson kom inn á 70 á lokahringnum og varð T-33 á samtals -5 undir pari.

Til þess að sjá úrslit í Barclays Singapore Open smellið HÉR: