
Evróputúrinn: Gonzalo Fdez-Castaño sigraði umspilið við Juvic Pagunsan á Barclays
Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño vann Juvic Pagunsan frá Filipseyjum, með fugli á 2. holu umspils, sem Filipseyingurinn knúði fram eftir að Fdez-Castaño glutraði niður 4 högga forystu í Barclays Singapore Open.
Margsinnis þurfti að fresta leik á mótinu, sem m.a. var stytt í 54-holu mót vegna slæms veður, þ.e. mikilla rigninga og tilkynninga um þrumur og eldingar.
Fyrir umspilið á voru báðir (þ.e. Gonzalo og Juvic) á -14 undir pari, þ.e. voru báðir búnir að spila hringina 3 á samtals 199 höggum, þegar leik var frestað vegna rigninga og spár um eldingar. Storminn stytti stuttlega og gátu báðir slegið teighögg sín en síðan neyddi enn meiri rigning fram frestun á umspilinu þar til í dag.
Sem segir sigraði Gonzalo Fdez-Castaño umspilið með fugli á 2. holu.
„Þetta er mikill léttir, sérstaklega eftir hvernig ég spilaði í gær, með 4 högga forystu og eftir að hafa eyðilagt hana að öllu leyti,“ sagði Fdez- Castaño. „Þetta hefir verið erfitt ár hjá mér og þetta er mikill léttir. Þetta eru búin að vera sigurlaus 3 ár og þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig.“
Pagunsan missti tækifærið til sigurs á 1. holu þegar hann missti af stuttu fuglapútti.
„Ég hugsaði með sjálfum mér: „Þetta er tækifærið þitt til sigurs“ – „en missti af því,“ sagði Juvic Pagunsan. „En þetta var naumt.“
Fernandez-Castaño hlaut sigurtékka upp á $990,520 fyrir þennan 5. sigur sinn á Evróputúrnum. Þetta $6 milljóna mót var samvinnuverkefni Evrópu- og Asíutúrsins.
Anthony Kim (64) og Louis Oosthuizen (65) deildu 3. sætinu, höggi á eftir Gonzalo og Juvic.
Edoardo Molinari, Danny Lee og Joost Luiten urðu í 5. sæti á – 12 undir pari. Graeme McDowell var á samtals -8 undir pari og deildi 13. sætinu með 5 öðrum. Phil Mickelson kom inn á 70 á lokahringnum og varð T-33 á samtals -5 undir pari.
Til þess að sjá úrslit í Barclays Singapore Open smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023