Evróputúrinn: Golf Sixes mótið fer fram um helgina!
Hið mjög svo nýstárlega mót Golf Sixes fer fram í 2. skiptið nú um helgina, en að venju etja kappni 16 tveggja manna lið.
Fyrri daginn er liðunum skipt í 4 riðla og halda 2 efstu lið úr hverjum riðli áfram næsta dag, þar sem fram fer hefðbundin 8 liða útsláttakeppni; síðan 4 liða undanúrslit og síðan keppt um 1. og 3. sætið.
Spilað er með Greensome leikfyrirkomulagi, þ.e. báðir leikmenn liðs slá teighögg síðan er betri boltinn valinn og síðan slá leikmenn til skiptis.
Fyrri daginn eru spilaðar 6 holur og 1 stig gefið fyrir hverja holu sem vinnst. Að loknum 6 holum eru liðunum gefin eftirfarandi stig: 3 stig gefin fyrir sigur og 1 fyrir að halda jöfnu og ekkert fyrir tap. Hvert lið verður að spila 3 viðureignir þ.e. 18 holur.
Annan daginn er leikfyrirkomulagið einnig Greensome en ef allt er jafnt eftir 6 holur eru spilaðar eins margar holur og þarf, í einhvers konar formi af bráðabana á 18. holu, þar til úrslit fást.
Í ár eru þessi 16 tveggja manna lið eftirfarandi og þeim skipt í eftirfarandi riðla:
A riðill
Danmörk – Lucas Bjerregaard og Thorbjørn Olesen (sigurvegarar síðasta árs)
Thailand – Kiradech Aphibarnrat og Thongchai Jaidee
Bandaríkin – Daniel Im and David Lipsky
Evrópu konur – Carlota Ciganda and Mel Reid
B riðill
Ástralía – Sam Brazel og Wade Ormsby
Suður-Kórea – Jeunghun Wang og Soomin Lee
Spánn – Pablo Larrazábal og Adrian Otaegui
Evrópu fyrirliðar – Thomas Bjørn og Catriona Matthew
C riðill
Frakkland – Mike Lorenzo-Vera og Romain Wattel
Ítalía – Edoardo Molinari og Renato Paratore
Skotland – Scott Jamieson og Richie Ramsay
Írland – Paul Dunne og Gavin Moynihan
D riðill
England – Eddie Pepperell og Matt Wallace
Suður Afríka – George Coetzee og Haydn Porteous
Svíþjóð– Alexander Björk og Joakim Lagergren
England konur– Georgia Hall og Charley Hull
Á laugardaginn 5. maí 2018 er fyrst riðlakeppni og fara fram eftirfarandi leikir í henni:
Umferð nr. 1
10:52 – Bandaríkin g Evrópu konum
11:04 – Danmörk g Thailandi
11:16 – Ástralía g. Suður-Kóreu
11:28 – Spánn g. Fyrirliðunum
11:40 – Frakkland g. Ítalíu
11:52 – Skotland g. Íralndi
12:04 – England g. Englandi konum
12:16 – Suður-Afríka g. Svíþjóð
Umferð nr. 2
12:35 – Danmörk g. Evrópu konum
12:47 – Thailand g. Bandaríkjunum
12:59 – Ástralía g. Fyrirliðum
13:11 – Suður-Afríka g. Spáni
13:23 – Frakkland g. Írlandi
13:35 – Skotland g. Ítalíu
13:47 – Suður-Afríka g. Englandi konum
13:59 – England g. Svíþjóð
Umferð nr. 3
15:17 – Thailand g. Evrópu konum
15:29 – Danmörk g. Bandaríkjunum
15:41 – Suður-Kórea g. Fyrirliðum
15:53 – Ástralía g. Spáni
16:05 – Frakkland g. Skotlandi
16:17 – Ítalía g. Írlandi
16:29 – Svíþjóð g. Englandi konum
16:41 – England g. Suður-Afríku.
Á sunnudaginn 6. maí n.k. er síðan útsláttakeppnin, sem verður eftirfarandi:
12:40 – 1. leikur 1. sætið úr riðli A g. 2. sæti úr riðli B
12:55 – 2. leikur 1. sætið úr riðli C g. 2. sætinu úr riðli D
13:10 – 3. leikur 1. sætið úr riðli B g. 2. sætinu úr riðli A
13:25 – 4. leikur 1. sætið úr riðli D g. 2. sætinu úr riðli C
14:35 – 5. leikur Sigurvegari úr leik 1 g. sigurvegara úr leik 2
14:50 – 6 leikur Sigurvegari úr leik 3 g. sigurvegara úr leik 4
16:20 – Leikið um 3.-4. sætið þ.e. viðureign þeirra sem urðu í 2. sæti í leik 5 og 6
16:35 – ÚRSLITAVIÐUREIGN sigurvegari leiks 5 g. sigurvegara leiks 6.
Fróðlegt að vita hvernig konunum vegnar og hver stendur uppi sem sigurvegari á sunnudaginn!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
