Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 14:00

Evróputúrinn: Golfbolti Rory hittir áhanganda – Myndskeið

Það er ótrúlegt þegar horft er á golf í sjónvarpinu á stórmótum stærstu mótaraðanna hversu nálægt áhorfendur og áhangendur eru stundum brautunum – auðvitað til að sjá betur –  …. og þ.a.l. í stórhættu að fá golfbolta í sig

Stórstjörnur golfsins verða að vera nákvæmir ef golfboltinn á ekki að fara í áhorfendur.

En stundum gerast slysin.

Og svo var í dag þegar golfbolti Rory McIlroy slóst í hendi eins áhorfandans, konu, eftir bylmingshögg hans, á BMW PGA Championship mótinu á Wentworth, þar sem Rory er í forystu.

Í aðalmyndaglugga má sjá Rory sökkva hálfpartinn inn í sig, þar sem hann situr á hækjum sér,  þegar hann gerir sér grein fyrir að bolti hans hefir farið í konuna.

Konan fann greinilega fyrir miklum sársauka.

Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: