Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2014 | 21:30

Evróputúrinn: GMac slær í áhorfanda

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell, sem á titil að verja á Opna franska varð fyrir því óláni í dag að teighögg hans fór í áhorfanda á Le Golf National golfvellinum í París.

Maðurinn hné til jarðar í miklum sársauka en golfboltinn hitti hann í hálsinn.

„Það er ekkert gott við það þegar maður slær í áhorfanda og maður heyrir orðin „boltinn hefir hæft áhorfanda og hann liggur niðri, það er ekki góð tilfinning.“

„Ég er undrandi á því að ekki fleiri áhorfendur slasist þegar maður er með mikinn áhorfendaskara eins og í dag og allir eru á hreyfingu og boltinn fer mjög hratt í átt að áhorfendur.“

„En Guði sé lof meiddist hann ekki mikið…“

„… hann var meðhöndlaður af læknaliðinu og hann var ekki með heilahristing eða neitt, þannig að ég vona að það sé í lagi með hann,“ sagði GMac.

A.m.k. brosti franski áhorfandinn óheppni aftur þegar hann fékk áritaðan golfhanska frá GMac þar sem hann hafði skrifað á  ‘Je suis Desole’ (Mér þykir þetta leitt).