Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2015 | 05:07

Evróputúrinn: George Coetzee sigurvegari á Tshwane Open

Það var heimamaðurinn George Coetzee, sem sigraði á Tshwane Open á heimavelli.

Coetzee lék samtals á 14 undir pari, 266 höggum (67 66 66 65).

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, varð landi Coetzee Jacques Blaauw.

Í 3. sæti voru síðan enn aðrir tveir suður-afrískir kylfingar Tjaart Van Der Walt og Dean Burmester og Skotinn Craig Lee, sem var eini maðurinn utan Suður-Afríku, sem blandaði sér meðal efstu 5 manna.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: