
Evróputúrinn: Garcia vann glæsilegan sigur!
Það var Sergio Garcia, sem sigraði á Castelló Masters á heimavelli sínum Club de Campo del Mediterráneo. Sergio var á samtals -27 undir pari, samtals 257 höggum (67 63 64 63). Glæsilegir hringir og glæsileg endurkoma hjá Sergio Garcia, sem er búinn að vera sigurlaus í 3 ár!
Sergio vann landa sinn Gonzalo Fdez-Castaño, sem varð í 2. sæti með 11 högga mun. Þetta jafnar 3. mesta mun í sögu Evróputúrsins á sigurvegara og þess, sem kemur næstur á móti Evrópumótaraðarinnar.
Tiger Woods sigraði með mesta mun árið 2000 á US Open Championship, þar sem hann átti 15 högg á næsta mann og Ernie Els átti 13 högg á þann næsta á Asian Open 2005.
„Þetta var fyrir Seve“ sagði Sergio og sendi fingurkoss í átt að himnum eftir sigurinn. Seve (Severiano Ballesteros) dó, s.s. allir muna 7. maí s.l. úr heilaæxli, sem hann var búinn að berjast við síðan 2008.
Í 3. sæti urðu Svíinn Alexander Noren, sem kom inn á 64 höggum í dag og Skotinn Richie Ramsey, sem kom inn á 65 höggum í dag, en báðir voru samtals -15 undir pari, þ.e. 12 höggum á eftir Sergio Garcia.
Til þess að sjá úrslit á Castelló Masters smellið HÉR:
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023