Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði í Dubaí

Svo sem búist var við sigraði spænski kylfingurinn Sergio Garcia á móti Evrópumótaraðarinnar Omega Dubaí Desert Classic, en hann var búinn að vera í forystu alla keppnisdagana.

Sigurskor Garcia var 19 undir pari, 269 högg og allir hringir undir 70 (65 67 68 69).  Fyrir sigurinn hlaut Garcia €410,224 sem eru u.þ.b. 51 milljón 380.556 þúsund íslenskra króna (miðað við gengið 1 evra = 125.25 íslenskar krónur).

Í 2. sæti varð Henrik Stenson á samtals 16 undir pari og í 3. sæti enski kylfingurinn Tyrell Hatton og hinn danski Lasse Jensen, báðir á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: